Sala á vörum snyrtivörurfyrirtækisins L'Oréal dróst nokkuð saman á fjórða fjóðrungi síðasta árs. Var salan 0,6% minni á fjórðungnum en á sama tímabili árið áður. Þetta var töluvert undir væntingum sérfræðinga og fyrirtækisins sjálfs. Hagnaðurinn á árinu í heild var 27% minni en árið áður.
Hagnaður L'Oréal á árinu 2008 nam 1,9 milljörðum evra, jafnvirði um 275 milljörðum íslenskra króna. Fyrirtækið er það stærsta á snyrtivörumarkaði í heiminum að því er segir í frétt Financial Times.