Innra kerfi Landsbankans fær gæðavottun

Landsbankinn hefur fengið staðfesta vottun samkvæmt ISO 27001 sem tekur sérstaklega fyrir upplýsingaöryggi og meðhöndlun trúnaðarupplýsinga. Vottunin nær til allrar starfsemi bankans og tekur m.a. á rekstri upplýsingakerfa, öryggisvitund starfsmanna, umgengni um skjalageymslur og aðgengi annarra en starfsmanna í starfstöðvar bankans. Það var alþjóðlega vottunarfyrirtækið BSI sem tók út starfsemi bankans, að því er segir í tilkynningu.
 
Landsbankinn hlaut fyrst vottun samkvæmt ISO 27001 árið 2007.  Vottun samkvæmt þessum staðli felur í sér alþjóðlega viðurkenndan gæðastimpil á meðferð upplýsinga. Óháður eftirlitsaðili tekur út þá starfsemi sem á í hlut einu sinni á ári og vottar að því búnu um hvort unnið er eftir skilyrðum staðalsins.
 
„Þetta er gæðastimpill á verkferlum bankans og staðfesting á faglegum vinnubrögðum starfsmanna við meðferð upplýsinga sem lúta að viðskiptavinum bankans,” sagði Guðmundur Guðmundsson, framkvæmdastjóri Rekstrarsviðs Landsbankans, í tilkynningu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK