Reglur Evrópusambandsins banna að sambandið hlaupi undir bagga með aðildarríki sem lendir í fjárhagserfiðleikum. En Þjóðverjar ræða nú möguleikann á að slík björgun verði nauðsynleg, ekki síst vegna ástandsins á Írlandi.
Ef vandamál koma upp í einu af evruríkjunum 16 ,,munum við sýna getu okkar til að grípa inn", sagði Peer Steinbrück, fjármálaráðherra Þýskalands, í dag. Hann hefur sagt að ekki séu nein heimildarákvæði um slíka aðstoð í samningunum ESB en í reynd yrðu önnur aðildarríki að koma til aðstoðar.
,,Steinbrück er í reynd að viðurkenna að geti jafnvel lítið aðildarríki ekki staðið við skuldbindingar sínar myndi það auka mjög hættuna fyrir evruna og myntbandalagið í heild," segir Giada Giani, hagfræðingur hjá útibúi Citigroup í London.