Svíar ætla ekki að bjarga Saab

Saab bílar hafa verið framleiddir í Svíþjóð lengi.
Saab bílar hafa verið framleiddir í Svíþjóð lengi.

Sænsk stjórnvöld segja, að þau muni ekki koma bílaverksmiðjunni Saab til bjargar þótt bandaríski bílaframleiðandinn General Motors, sem á Saab verksmiðjurnar, segi að fyrirtækið verði gjaldþrota fái það ekki opinberan fjárstuðning.

„Ég var kosin á þing vegna þess að kjósendur vildu barnaheimili, lögreglu og hjúkrunarkonur en þeir vilja ekki kaupa bílaverksmiðju sem rekin er með tapi," sagði Maud Olofsson, orkumálaráðherra Svía, við sænska ríkisútvarpið.

General Motors afhenti í gærkvöldi bandaríska fjármálaráðuneytinu  umfangsmikla áætlun um endurskipulagningu rekstrarins. Þar kemur fram að Saab muni óska eftir greiðslustöðvun á næstunni,  hugsanlega þegar í febrúar, ef sænska ríkisstjórnin hleypur ekki undir bagga með fyrirtækinu. GM hefur að undanförnu reynt að selja Saab en án árangurs.

„Þeir eru í raun að segja, að þeir vilji að sænska ríkisstjórnin yfirtaki Saab en til þess þurfum við að leggja fram gríðarlega fjárhæð," sagði Olofsson. Hún bætti við að Saab hefði verið rekið með tapi nær alla þá tvo áratugi, sem félagið hefur verið í eigu GM. 

Sænsk stjórnvöld hafa þó sagt að þau muni veita evrópska fjárfestingarbankanum ábyrgð fyrir 5 milljarða sænskra króna láni, sem bankinn hefur veitt Saab.  Sænska stjórnarandstaðan vill hins vegar að ríkisstjórnin leggi meira af mörkum. 

Um 4100 manns starfa hjá verksmiðjum Saab í Svíþjóð, flestir í bænum Trollhättan í suðvesturhluta landsins.  Verkalýðsfélög segja, að 15 þúsund störf kunni að vera í hættu en verksmiðjurnar hætta starfsemi vegna þess að það hafi áhrif á byrgja Saab. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK