Uppboð á Landsbankadóti

Cisco símapakkarnir voru vinsælastir og fóru 44 símar á 1130 …
Cisco símapakkarnir voru vinsælastir og fóru 44 símar á 1130 pund.

Húsgögn og tækjabúnaður sem áður prýddi aðalstöðvar Landsbankans í Beaufort House í London voru seld á uppboði sem lauk í fyrradag. Það var fyrirtækið bidspotter.com sem hélt utan um uppboðið á vefnum.

Alls voru boðnir upp 355 pakkar sem samanstóðu af ýmsum gagnlegum munum, sem áður voru nýttir af starfsmönnum Landsbankans í London. Þar á meðal voru skrifborð, skrifstofustólar, leðursófar, tölvur, tölvuskjáir, flatskjáir og símtæki af fullkomnustu gerð.

Ekki var bara um að ræða stóra eða verðmæta hluti því einnig mátti bjóða í slökkvitæki, pottablóm, kæliskápa, lampa og fatahengi.

Flest seldist þótt mismikill áhugi væri á einstökum pökkum. Til dæmis bárust sex tilboð í örbylgjuofn sem var sleginn hæstbjóðanda. Greiddi hann 35 pund fyrir gripinn eða 5.700 krónur. Lítill áhugi var hins vegar á færanlegum skúffueiningum. Ekki fengust upplýsingar um tekjurnar af uppboðinu. bjorgvin@mbl.is

Einn taldi þess virði að bjóða í Dell og Microsoft …
Einn taldi þess virði að bjóða í Dell og Microsoft lyklaborð.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK