Tryggvi Þór Herbertsson, prófessor í hagfræði við Háskólann í Reykjavík, segir mikilvægt að fyrirbyggja ójafna dreifingu verðmæta í endurreisn íslenska hagkerfisins. Hann nefnir dæmi frá Finnlandi þar sem stórir eignarhlutar í finnskum fyrirtækjum, eins og Nokia, voru seldir ódýrt til útlendinga í kjölfar fjármálakreppu á tíunda áratugnum.
Tryggvi segir í nýrri grein sem birt er í tímaritinu Central Banking að hrun íslenska fjármálakerfisins vekur grundvallarspurningar um hvort lítið, opið hagkerfið geti átt sjálfstæðan og fljótandi gjaldmiðil.
Hann efast um að það sé hægt án þess að horfið verði aftur til fortíðar, til kerfis þar sem höft eru á fjármagnsflutningum og bankar eru að mestu fjármagnaðir með innlánum.