Leynifélög Ólafs vistuð á Tortola

Ólafur Ólafsson, stjórnarformaður Alfesca
Ólafur Ólafsson, stjórnarformaður Alfesca mbl.is/Árni Sæberg

Félögin sem Ólafur Ólafsson, stjórnarformaður Samskipa, notaði til að leyna eignarhaldi sínu í Icelandic Group eru staðsett á Tortola, einni af Bresku jómfrúaeyjunum. Félögin voru bæði stofnuð í júní 2005 og eru skráð á sama heimilisfang, við Castro Street í Road Town.

Félögin voru stofnuð til að Ólafur gæti komist hjá því að uppfylla flöggunarskyldu í Kauphöll Íslands í júní 2005. Þá eignaðist félag hans, Serafin Shipping, um 6% hlut í Icelandic Group. Í stað þess að flagga og upplýsa almenning um raunverulegan eiganda félagsins var hlutnum skipt í tvennt. Fordace Limited tók 4,47% og Deeks Associates 1,49%.

Fari eignarhald félags yfir 5% ber að tilkynna hver eigandi félagsins er.

Kauphöllin fékk því ekki lögbundnar upplýsingar og gekk ekki á eftir málinu. Fjármálaeftirlitið skoðaði hvort farið hefði verið eftir settum reglum en aðhafðist ekkert.

Ólafur hefur aldrei viðurkennt að hann var eigandi Serafin.

Helsta ástæðan fyrir leyndinni er líklega sú að þegar Ólafur var stjórnarformaður SÍF haustið 2004 var söluhluti SÍF í Ameríku seldur. Kaupandinn var félagið Sjóvík sem Ólafur átti hlut í ásamt Sundi. Það vissu hins vegar ekki stjórnarmenn SÍF á sínum tíma. Ólafur kynnti málið en greiddi ekki atkvæði um söluna. Hann bar fyrir sig tengsl við kaupendur vegna annarra verkefna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK