Verð á hráolíu hækkaði um 10% á markaði í New York síðdegis eftir að opinberar tölur sýndu að eldsneytisbirgðir höfðu minnkað í Bandaríkjunum undanfarna viku. Miðlarar höfðu hins vegar spáð birgðaaukningu.
Verð á hráolíutunnu hækkaði um 2,69 dali á hrávörumarkaðnum í New York og fór í 37,31 dal. Brent Norðursjávarolía, sem afhent verður í apríl, hækkaði um 1,56 dali á markaði í Lundúnum og kostaði 41,11 dali.