Skuldir breska ríkisins hafa aukist um allt að 1.500 milljarða punda, eða allt að 240.000 milljarða íslenskra króna, í kjölfar þess að stjórnvöld þar í landi þjóðnýttu á síðasta ári að hluta stóru bankana Royal Bank of Scotland og Lloyds TSB. Þetta svarar til um 100% af vergri landsframleiðslu.
Þetta kemur fram í nýjum tölum frá hagstofu Bretlands. Heildarskuldir hins opinbera í Bretlandi voru fyrir í janúarmánuði, þegar skuldir vegna bankanna eru ekki teknar með, tæp 48% af vergri landsframleiðslu. Hlutfallið hefur ekki verið hærra frá því mælingar hófust.