Skuldir aukast mikið

Merki Royal Bank of Scotland í fjármálahverfi Lundúnaborgar
Merki Royal Bank of Scotland í fjármálahverfi Lundúnaborgar Reuters

Skuldir breska ríkisins hafa aukist um allt að 1.500 milljarða punda, eða allt að 240.000 milljarða íslenskra króna, í kjölfar þess að stjórnvöld þar í landi þjóðnýttu á síðasta ári að hluta stóru bankana Royal Bank of Scotland og Lloyds TSB. Þetta svarar til um 100% af vergri landsframleiðslu.

Þetta kemur fram í nýjum tölum frá hagstofu Bretlands. Heildarskuldir hins opinbera í Bretlandi voru fyrir í janúarmánuði, þegar skuldir vegna bankanna eru ekki teknar með, tæp 48% af vergri landsframleiðslu. Hlutfallið hefur ekki verið hærra frá því mælingar hófust.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK