Tap Century 898,3 milljónir dala

Framkvæmdir í Helguvík.
Framkvæmdir í Helguvík. mbl.is/RAX

Tap Century Aluminum, móðurfélags Norðuráls, nam 700,2 milljónum dala á fjórða ársfjórðungi. Á sama tímabili árið 2007 nam tap félagsins 112,3 milljónum dala. Tap ársins 2008 nam 898,3 milljónum dala, 102 milljörðum króna, samanborið við 101,2 milljónir dala árið 2007.

Á vef Century er haft eftir Logan W. Kruger, forstjóra fyrirtækisins að  Century hafi gripið til harðra aðgerða vegna efnahagskreppunnar og áhrifa hennar á hrávöruverð. Hann segir að bygging álvers fyrirtækisins í Helguvík sé til athugunar og nýjar framkvæmdir stöðvaðar að mestu. Umfang verkefnisins í heild sé til endurskoðunar og fjármögnunarmöguleikar. Áfram sé litið á Helguvík sem góða fjárfestingu fyrir hluthafa fyrirtækisins og að umhverfið á Íslandi sé áfram aðlaðandi kostir fyrir Century til framtíðar.

Frekari upplýsingar á vef Century 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK