Uppgreiðslugjald fellt niður tímabundið

Friðrik Tryggvason

Nýi Glitnir hefur ákveðið að fella tímabundið niður uppgreiðslugjald verðtryggðra húsnæðislána. Uppgreiðslugjald samkvæmt skilmálum þessara lána er 2%. Með þessari aðgerð vill Glitnir koma til móts við þá viðskiptavini sem vilja greiða upp sín lán.

Frá og með deginum í dag er því engin þóknun tekin fyrir uppgreiðslu verðtryggðra húsnæðislána, né vegna innáborgunar á höfuðstól. Í frétt frá Nýja Glitni er vitnað í Birnu Einarsdóttur bankastjóra Nýja Glitnis sem segir:


„Við höfum fundið fyrir áhuga hjá viðskiptavinum að greiða niður þessi lán. Sá áhugi er mjög skiljanlegur þegar verðbólga hefur verið jafn há og raun ber vitni. Þetta er ein af þeim leiðum sem við erum að kynna þessa dagana til þess að styðja við bakið á okkar viðskiptavinum.“

Birna Einarsdottir bankastjóri
Birna Einarsdottir bankastjóri mbl.is
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK