Tap á rekstri Icelandair Group á síðasta ári var 7,5 milljarðar króna eftir skatta samanborið við 0,3 milljarða króna hagnað árið 2007. Á fjórða ársfjórðungi var tap eftir skatta var 10,6 milljarðar króna samanborið við 0,8 milljarða króna tap á sama tíma í fyrra.
Fram kemur í tilkynningu frá félaginu, að heildartekjur á síðasta ári voru 112,7 milljarðar króna en voru 63,5 milljarðar króna og jukust um 78% á milli ára. Hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnskostnað og flugvélaleigu var17,2 milljarðar króna en var 11,1 milljarðar króna árið 2007. Virðisrýrnun óefnislegra eigna, svo sem viðskiptavild, nam 6,4 milljörðum króna.
Eignir í lok ársins námu 98,8 milljörðum króna en voru 66,8 milljarðar króna í ársbyrjun. Eiginfjárhlutfall er 20,3% í lok ársins 2008 en var 37,5% í ársbyrjun. Handbært fé frá rekstri í lok árs 2008 var 2,9 milljarðar króna, en var 3,9 milljarðar króna á sama tíma í fyrra. Hagnaður af sölu flugvéla var 0,2 milljarðar króna samanborið við 1,8 milljarð króna árið 2007
Heildartekjur á fjórða ársfjórðungi voru 28,3 milljarðar króna en voru 15,3 milljarðar á sama tíma í fyrra og jukust um 85% á milli ára. Hagnaður fyrir skatta, afskriftir og flugvélaleigu, var 2,4 milljarðar króna samanborið við 2,1 milljarð króna á fjórða.