Áforma að selja körfuhöfum Nýja Kaupþing

Höfuðstöðvar Kaupþings.
Höfuðstöðvar Kaupþings.

Skilanefnd Kaupþings mun í dag kynna fyrir viðskiptaráðherra fyrirætlanir og gang viðræðna við kröfuhafa bankans um að þeir kaupi Nýja Kaupþing. Fréttablaðið segir, að fyrri ríkisstjórn hafi lagt blessun sína yfir söluna og kröfuhöfum hafi fyrir viku verið kynnt áætlun um söluna sem Morgan Stanley vann fyrir skilanefndina.

Fréttablaðið segir, að áætlun Morgan Stanley feli í sér að eignir gamla Kaupþings gangi inn í eignastýringarfyrirtæki, sem jafnvel gæti orðið í eigu danska bankans FIH, sem var dótturfélag Kaupþings. Slík tilhögun sé talin hafa í för með sé allmikla kosti. Hér yrði að minnsta kosti einn stóru viðskiptabankanna í einkaeigu, sem bæði hefði áhrif á samkeppni og létti um leið á skuldbindingum ríkisins. Þá myndi erlent eignarhald líklega auðvelda fjármögnun bankans.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK