Miklar lækkanir á mörkuðum

Frá kauphöllinni í New York.
Frá kauphöllinni í New York. Reuters

Hlutabréfavísitölur hafa sýnt rauðar tölur í allan dag. Í Kauphöll Íslands hefur OMXI6 vísitalan lækkað um 4,70% og skýrist það einkum af lækkun á verði hlutabréfa í Straumi um 12,26%. FTSE vísitalan hefur lækkkað um 2,93% í Lundúnum, DAX um 3.75% í Frankfurt og CAC í París um 3.35%.

Í Ósló hefur hlutabréfavísitalan lækkað um 3,35%, Kaupmannahöfn 2,21%, Stokkhólmur 3,04% og Helsinki 2,43%. Samnorræna vísitalan Nordic 40 hefur lækkað um 3,09%.

Á Wall Street héldu vísitölur áfram að lækka í dag. Dow Jones vísitalan hefur lækkað um 1,28% og stendur í 7.370  stigum. Nasdaq hefur lækkað um 0,55% og Standard & Poor's hefur lækkað um 1,30%.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK