Tap á rekstri Sláturfélags Suðurlands nam 1555 milljónum króna á síðasta ári samanborið við 133 milljóna króna hagnað árið 2007. Félagið segir, að ástæðan fyrir taprekstrinum sé aðallega vegna gengistaps á erlendum lánum samstæðunnar og háu vaxtastigi.
Rekstrartekjur samstæðu Sláturfélags Suðurlands voru 6605 milljónir árið 2008 og hækkuðu um 20,7%. Aðrar tekjur voru 78 milljónir og tvöfölduðust milli ára. Hækkun rekstrartekna umfram verðlagsbreytingar skýrist af magnaukningu í kjötsölu og tilbúnum áburði.
Félagið segir í tilkynningu, að eitt erfiðasta rekstrarár í rúmri 100 ára sögu þess sé að baki. Hins vegar valdi traustar grunnstoðir rekstrarins og sterk eiginfjárstaða SS því að félagið tandi af sér þær efnahagslegu þrengingar sem nú gangi yfir. Við styrkingu gengis, lækkun verðbólgu og lækkun vaxta muni SS bæta verulega rekstrarafkomu á árinu 2009.