Lárus Finnbogason, formaður skilanefndar Landsbankans, sagði á fundi með kröfuhöfum bankans í dag að samkvæmt útreikningum nefndarinnar myndu um 72 milljarðar króna lenda á íslenska ríkinu, og þar með skattborgurum, vegna Icesave-reikninganna.
Að mati skilanefndar Landsbankans nema eignir hans 1.195 milljörðum króna en skuldir hans 3.348 milljörðum króna. forgangskröfur, sem eru innlán á Íslandi og á Icesave-reikningum bankans í Bretlandi og Hollandi, námu samtals 1.338 milljörðum króna.
Forgangskröfurnar, sem að mestu eru vegna Icesave-reikninganna, nema líkt og áður sagði 1.338 milljörðum króna. Því munar um 144 milljörðum króna á eignum bankans og forgangskröfum. Vegna innistæðutrygginga að fjárhæð 20.887 evrur fyrir hvern reikning mun helmingur mismunarins lenda á íslenska ríkinu, eða 72 milljarðar króna.