Allt að tugir milljóna í laun hjá Icelandair

mbl.is/Skapti

Icelandair Group, sem var rekið með 7,5 milljarða króna tapi á árinu 2008, greiddi forstjóra félagsins, Björgólfi Jóhannssyni, 37,4 milljónir króna í laun á árinu, samkvæmt ársreikningi. Aðstoðarforstjórinn Sigþór Einarsson fékk 28,7 milljónir í laun. Þá fengu þrettán framkvæmdastjórar að jafnaði um 19 milljónir í laun hver.

Stjórnarformaður Icelandair Group, Gunnlaugur M. Sigmundsson, fékk greiddar 9,6 milljónir í laun á árinu 2008 fyrir formennskuna og varaformaðurinn, Ómar Benediktsson, 6,3 milljónir.

Icelandair Group tapaði um tíu milljörðum króna á fjórða ársfjórðungi og 7,5 milljarði króna á árinu 2008. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK