Engin viðskipti hafa verið með krónur í dag og hefur gengið haldist óbreytt, samkvæmt upplýsingum frá gjaldeyrisborði Íslandsbanka.
Hefur þetta verið svipað undanfarna fimm daga og lítil sem engin viðskipti með krónur. Gengisvísitala krónu er núna 191,05 stig. Þess ber að geta að gengisvísitalan hækkaði um 80,24% á árinu 2008 í heild sinni.
Á gamlársdag 2007 var gengisvísitalan 120 en við lokun á gamlársdag 2008 var gengisvísitalan 216,29 stig. Krónan hefur því styrkst nokkuð það sem af er ári.