Krefst 158 milljóna í vangoldin laun

Baldur Guðnason
Baldur Guðnason mbl.is / Jim Smart

Fyrirtaka verður í máli Baldurs Guðnasonar gegn Eimskip í Héraðsdómi Reykjavíkur kl. 13 í dag. Baldur, sem er fyrrverandi forstjóri Eimskips, krefst rúmlega 1,1 milljónar evra í vangoldin laun frá félaginu, eða rúmlega 158 milljóna króna á núverandi gengi.

Ein af málsástæðum Eimskips er að forsendur fyrir starfslokasamningi sem Baldur gerði við félagið í febrúar 2008 hafi reynst rangar. Í stefnu sem þingfest var í Héraðsdómi Reykjavíkur hinn 4. febrúar sl. kemur m.a. fram að Baldur telji ekki að hann verði gerður ábyrgur fyrir því að einstakar fjárfestingar, sem hann hafi ráðist í meðan hann var forstjóri, komi verr út en áætlað var. Stjórn Eimskips beri ábyrgð á öllum fjárfestingum vegna verkaskiptingar stjórnar og stjórnenda. Hann eigi því skýlausan rétt á því að Eimskip greiði honum umsamin laun. Á móti launakröfu launþega geti Eimskip aldrei haft neinar kröfur til skuldajöfnuðar nema með samþykki launþega, þ.e. Baldurs.

Eitt af því sem Eimskipsmenn eru óhressir með er fjárfesting Baldurs í fyrirtækinu Innovate/UK. Baldur bendir á að stjórn Eimskips hafi verið fullkunnugt um að fjárfesting í Innovate/UK fæli sér mikla áhættu.

Í stefnu segir að Baldur hafi hins vegar fyrst fengið að vita í gegnum fjölmiðla í júní sl. að fjárfestingin hefði verið „big-time klúður“ en þá lét stjórnarmaður í Eimskip þau orð falla í sjónvarpsviðtali.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK