Svigrúm fyrir stýrivaxtalækkun

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinnmun ekki koma nálægt endurreisn föllnu bankanna þriggja.
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinnmun ekki koma nálægt endurreisn föllnu bankanna þriggja. Mbl.is / Kristinn

Mark Flanag­an, sem fer fyr­ir sendi­nefnd Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðsins hér á landi, seg­ir að auk­inn stöðug­leiki krón­unn­ar og minnk­andi verðbólga ættu að gefa færi á stig­vax­andi stýri­vaxta­lækk­un Seðlabanka Íslands og af­námi gjald­eyr­is­haft­anna, að því er fram kem­ur í viðtali sem birt­ist við hann í dag á vef sjóðsins. Hann seg­ir að slík­ar aðgerðir séu við sjón­deild­ar­hring­inn en gæta þurfi varúðar þar sem fyr­ir þurfi að liggja með skýr­ari hætti fyr­ir­ætlan­ir nýrr­ar rík­is­stjórn­ar um hvernig eigi að end­ur­skipu­leggja fjár­hag rík­is­ins.

Flanag­an seg­ir jafn­framt að kostnaður af hrun­inu hér verði mik­ill en að áætl­un Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðsins sé til þess fall­in að draga úr kostnaði vegna krepp­unn­ar. Til dæm­is með því að tak­marka sam­drátt í fram­leiðslu með aðstoð stöðugra geng­is krón­unn­ar. Áhrif krepp­unn­ar verði samt mjög mik­il hér á landi, sem er í sam­ræmi við fyrri spár sjóðsins.

Aðspurður hvort Íslend­ing­ar geti greitt skuld­ir sín­ar án þess að stefna vel­ferð borg­ara sinna í voða seg­ir Flanag­an að greiðsla skulda muni með tím­an­um draga úr vaxta­álagi og þar með skapa svig­rúm fyr­ir auk­in rík­is­út­gjöld í þágu upp­bygg­ing­ar, eða svig­rúm fyr­ir skatta­lækk­un.

Spurður um hlut­verk sjóðsins í end­ur­skipu­lagn­ingu fjár­mála­kerf­is­ins seg­ir Flanag­an að Alþjóðagjald­eyr­is­sjóður­inn muni ekki koma ná­lægt end­ur­reisn föllnu bank­anna þriggja. Sjóður­inn muni hins veg­ar gefa góð ráð um hvernig eigi að end­ur­fjármagna fjár­mála­kerfið og gefa ráð um end­ur­skoðun þeirra reglna sem fjár­mála­stofn­an­ir hér á landi starfi eft­ir.

Íslensk stjórn­völd gerðu sl. haust samn­ing við Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðinn, sem gild­ir til tveggja ára og fel­ur í sér, að sjóður­inn veit­ir Íslandi 2,1 millj­arðs dala lán. Von er á sendi­nefnd sjóðsins, und­ir stjórn Flanag­ans, hingað til lands á fimmtu­dag til að fara yfir það hvernig efna­hags­áætl­un Íslands og IMF hafi gengið eft­ir.

Viðtalið við Flanag­an í heild sinni á vef IMF.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK