Svigrúm fyrir stýrivaxtalækkun

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinnmun ekki koma nálægt endurreisn föllnu bankanna þriggja.
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinnmun ekki koma nálægt endurreisn föllnu bankanna þriggja. Mbl.is / Kristinn

Mark Flanagan, sem fer fyrir sendinefnd Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hér á landi, segir að aukinn stöðugleiki krónunnar og minnkandi verðbólga ættu að gefa færi á stigvaxandi stýrivaxtalækkun Seðlabanka Íslands og afnámi gjaldeyrishaftanna, að því er fram kemur í viðtali sem birtist við hann í dag á vef sjóðsins. Hann segir að slíkar aðgerðir séu við sjóndeildarhringinn en gæta þurfi varúðar þar sem fyrir þurfi að liggja með skýrari hætti fyrirætlanir nýrrar ríkisstjórnar um hvernig eigi að endurskipuleggja fjárhag ríkisins.

Flanagan segir jafnframt að kostnaður af hruninu hér verði mikill en að áætlun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sé til þess fallin að draga úr kostnaði vegna kreppunnar. Til dæmis með því að takmarka samdrátt í framleiðslu með aðstoð stöðugra gengis krónunnar. Áhrif kreppunnar verði samt mjög mikil hér á landi, sem er í samræmi við fyrri spár sjóðsins.

Aðspurður hvort Íslendingar geti greitt skuldir sínar án þess að stefna velferð borgara sinna í voða segir Flanagan að greiðsla skulda muni með tímanum draga úr vaxtaálagi og þar með skapa svigrúm fyrir aukin ríkisútgjöld í þágu uppbyggingar, eða svigrúm fyrir skattalækkun.

Spurður um hlutverk sjóðsins í endurskipulagningu fjármálakerfisins segir Flanagan að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn muni ekki koma nálægt endurreisn föllnu bankanna þriggja. Sjóðurinn muni hins vegar gefa góð ráð um hvernig eigi að endurfjármagna fjármálakerfið og gefa ráð um endurskoðun þeirra reglna sem fjármálastofnanir hér á landi starfi eftir.

Íslensk stjórnvöld gerðu sl. haust samning við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn, sem gildir til tveggja ára og felur í sér, að sjóðurinn veitir Íslandi 2,1 milljarðs dala lán. Von er á sendinefnd sjóðsins, undir stjórn Flanagans, hingað til lands á fimmtudag til að fara yfir það hvernig efnahagsáætlun Íslands og IMF hafi gengið eftir.

Viðtalið við Flanagan í heild sinni á vef IMF.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK