ESB-skýrslan birt í dag

Höfuðstöðvar evrópska seðlabankans í Frankfurt.
Höfuðstöðvar evrópska seðlabankans í Frankfurt.

Skýrsla Jacques de Larosière, fyrrum seðlabankastjóra Frakklands, um reglur og eftirlit með fjármálamörkuðum, verður birt á hádegi í dag. Meirihluti þingmanna í viðskiptanefnd Alþingis samþykkti á mánudag að bíða útkomu skýrslunnar áður en frumvarp um Seðlabanka yrði afgreitt frá nefndinni.

Bandaríska blaðið Wall Street Journal segir í dag, að í skýrslunni verði ekki hvatt til þess að setja umfangsmiklar reglur um fjármálamarkaðinn á Evrópska efnahagssvæðinu. Hins vegar séu lagðar fram yfir 30 tillögur um ýmis mál, svo sem um eftirlit með bönkum og kröfur um eigið fé þeirra, bókhaldsreglur, tengsl við Bandaríkin og nauðsyn þess að endurskoða svonefndar Basel II reglur um alþjóðlega bankastarfsemi.

Skýrslan er lögð fram í aðdraganda leiðtogafundar svonefndra G20 ríkja, sem verður í Lundúnum í byrjun apríl en þar á aðallega að fjalla um umbætur á fjármálaeftirlitskerfi heimsins.  Þótt ljóst sé að eftirlitskerfið hafi brugðist á síðustu misserum er ekki samkomulag um hvernig eigi að breyta því. 

Að sögn WSJ leggur Larosière til, að sett verði á stofn evrópsk eftirlitsstofnun sem geti tekið á deilumálum, sem kunna að koma upp vegna bankastarfsemi yfir landamæri. Stofnunin er að fyrirmynd  svoefndarar Peningamálastofnunar Evrópu, sem stofnuð var árið 1992 og breyttist síðar í Seðlabanka Evrópu.

Ekki er tekið undir kröfur frá löndum á borð við Ítalíu, sem vilja að slík stofnun fái mikil völd til að fylgjast með fjármálastarfsemi í aðildarríkjum EES. Þannig muni stofnanir í hverju landi fyrir sig t.d. áfram ákveða hvort þörf sé á opinberu fjárframlagi til fjármálastofnana, sem lenda í vandræðum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK