Exportfinans þarf að afskrifa lán vegna Glitnis

Glitnir var með talsverða starfsemi í Noregi.
Glitnir var með talsverða starfsemi í Noregi.

Í fyrsta skipti í 46 ára sögu sinni hefur norska fjármálastofnunin Exportfinans þurft að afskrifa lán í ársreikningi sínum. Um er að ræða lán, sem stofnunin veitti fyrir milligöngu Glitnis. Lántakendurnir greiddu lánin upp en Glitnir hélt áfram að greiða afborganir og vexti til Exportfinans þar til íslenski bankinn féll sl. haust.

Eksportfinans sér um að veita veita lán og fjármögnun til að greiða fyrir útflutningi á norskum vörum. Stofnunin veitti árið 2005 þrjú lán til norskra skipasmíðastöðva þar sem Glitnir á Íslandi var milliliður. Það þýddi, að öll samskipti milli Eksportfinans og lántakendanna fóru í gegnum íslenska bankann.

Þegar íslenska fjármálaeftirlitið tók Glitni yfir í byrjun október hringdi Eksportfinans til fyrirtækjanna þriggja með fyrirmæli um að greiða afborganir og vexti beint til stofnunarinnar en ekki til bankans í Reykjavík. Þá kom í ljós, að fyrirtækin þrjú höfðu  þegar greitt lánin upp. Samtals var um að ræða 415 milljónir norskra króna, jafnvirði 6,9 íslenskra milljarða króna á núverandi gengi.

Fram kemur á fréttavefnum e24.no, að frá stofnun árið 1962 hafi Exportfinans aldrei fyrr þurft að afskrifa útlán. Ástæðan er sú, að útlán stofnunarinnar hafa almennt verið tryggð, annað hvort af erlendum bönkum sem höfðu milligöngu um lánin, eða norskri ríkisstofnun. Haft er eftir forsvarsmönnum félagsins, að viðræður standi yfir við skilanefnd Glitnis á Íslandi en þær séu tímafrekar og alls óvíst hver niðurstaðan verði.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK