Gunnar Örn Kristjánsson viðskiptafræðingur sem á mánudag var skipaður í bankaráð Kaupþings, hefur óskað eftir því við fjármálaráðherra að láta af störfum, að því er fram kemur í frétt frá fjármálaráðuneytinu.
„Skipan Gunnars bar brátt að og við nánari skoðun taldi hann starfið viðameira og fela í sér meiri bindingu en hann hefur aðstöðu til að inna af hendi.
Fjármálaráðherra hefur í dag fallist á beiðni Gunnars Arnar og mun nýr fulltrúi verða skipaður í ráðið í hans stað hið fyrsta,“ segir í fréttatilkynningu ráðuneytisins.