Skilyrði að skapast fyrir vaxtalækkun

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur ítrekað sagt að lækkandi verðbólga, gengisstöðugleiki og afgangur af vöruskiptum séu forsendur fyrir því að gjaldeyrishöft verði afnumin og stýrivextir lækkaðir. Greining Íslandsbanka segir, að tvö fyrsttöldu markmiðin virðist nú vera að ganga eftir og vísar m.a. í nýjar tölur um vísitölu neysluverðs, sem Hagstofan birti í dag.

Á morgun koma nýjar tölur um greiðslujöfnuð. Greining Íslandsbanka segir í Morgunkorni, að þótt erfitt sé að ráða í niðurstöðu þáttatekjujafnaðar sé ljóst að hinir tveir undirliðir viðskiptajafnaðar, vöruskipti og þjónustuviðskipti, muni sýna verulegan bata miðað við undanfarin misseri.

Þá segir Íslandsbanki að áhugavert sé að sjá lækkun íbúðaverðs loksins koma fram af krafti í verðbólgumælingunni. Líklegt sé, að frekari lækkun muni koma fram á næstu mánuðum og verðbólgan hjaðna hratt á næstunni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka