Mesta tap bresks fyrirtækis

Útibú Royal Bank of Scotland í Lundúnum.
Útibú Royal Bank of Scotland í Lundúnum. Reuters

Breski bank­inn Royal Bank of Scot­land (RBS) tapaði 24,14 millj­örðum punda á síðasta ári, jafn­v­irði 3930 millj­örðum ís­lenskra króna. Er þetta mesta tap bresks fyr­ir­tæk­is í sög­unni. Bank­inn kynnti í morg­un áætl­un um end­ur­skipu­lagn­ingu og ætl­ar að selja mikið af eign­um og leggja niður dótt­ur­fé­lög.

Breska ríkið hef­ur þegar lagt bank­an­um, sem er sá næst­stærsti á Bret­lands­eyj­um, til 20 millj­arða punda af op­in­beru fé. Einnig ætl­ar ríkið að yf­ir­taka svo­nefnd slæm út­lán bank­ans að verðgildi 325 millj­arða punda.

Tap bank­ans fyr­ir skatta nam 40,67 millj­örðum punda. Tekj­ur bank­ans dróg­ust sam­an um 15% á milli ára og námu 25,9 millj­örðum punda.

Phil­ip Hampt­on, stjórn­ar­formaður RBS, sagði að gríðarlegt umrót á fjár­mála­mörkuðum væri aðalástæða þess hvernig rekst­ur­inn gekk á síðasta ári. „Við eig­um bresk­um stjórn­völd­um og skatt­greiðend­um það að þakka að við erum enn sjálf­stætt fyr­ir­tæki," sagði Hampt­on.  

Hrun RBS bar brátt að. Í júlí 2008 út­nefndi tíma­ritið Ban­ker bank­ann einn þann besta í heimi en síðan hef­ur leiðin legið hratt niður á við. Fyrr­ver­andi stjórn­end­ur RBS, Fred Goodw­in, fyrr­ver­andi for­stjóri og Tom McK­illop, fyrr­ver­andi stjórn­ar­formaður, hafa báðir beðist op­in­ber­lega af­sök­un­ar á hruni bank­ans. McK­illop viður­kenndi, að sú ákvörðun að kaupa hol­lenska bank­annn  ABN Amro í des­em­ber 2007 hefði verið stór mis­tök.

Þess má geta, að Robert Pest­on, viðskipta­rit­stjóri breska rík­is­út­varps­ins BBC, skýrði frá því á vef út­varps­ins í gær, að Goodw­in, sem er fimm­tug­ur að aldri, fái 650 þúsund pund á ári í eft­ir­laun það sem hann á eft­ir ólifað. Það jafn­gild­ir rúm­um 105 millj­ón­um króna.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK