Mesta tap bresks fyrirtækis

Útibú Royal Bank of Scotland í Lundúnum.
Útibú Royal Bank of Scotland í Lundúnum. Reuters

Breski bankinn Royal Bank of Scotland (RBS) tapaði 24,14 milljörðum punda á síðasta ári, jafnvirði 3930 milljörðum íslenskra króna. Er þetta mesta tap bresks fyrirtækis í sögunni. Bankinn kynnti í morgun áætlun um endurskipulagningu og ætlar að selja mikið af eignum og leggja niður dótturfélög.

Breska ríkið hefur þegar lagt bankanum, sem er sá næststærsti á Bretlandseyjum, til 20 milljarða punda af opinberu fé. Einnig ætlar ríkið að yfirtaka svonefnd slæm útlán bankans að verðgildi 325 milljarða punda.

Tap bankans fyrir skatta nam 40,67 milljörðum punda. Tekjur bankans drógust saman um 15% á milli ára og námu 25,9 milljörðum punda.

Philip Hampton, stjórnarformaður RBS, sagði að gríðarlegt umrót á fjármálamörkuðum væri aðalástæða þess hvernig reksturinn gekk á síðasta ári. „Við eigum breskum stjórnvöldum og skattgreiðendum það að þakka að við erum enn sjálfstætt fyrirtæki," sagði Hampton.  

Hrun RBS bar brátt að. Í júlí 2008 útnefndi tímaritið Banker bankann einn þann besta í heimi en síðan hefur leiðin legið hratt niður á við. Fyrrverandi stjórnendur RBS, Fred Goodwin, fyrrverandi forstjóri og Tom McKillop, fyrrverandi stjórnarformaður, hafa báðir beðist opinberlega afsökunar á hruni bankans. McKillop viðurkenndi, að sú ákvörðun að kaupa hollenska bankannn  ABN Amro í desember 2007 hefði verið stór mistök.

Þess má geta, að Robert Peston, viðskiptaritstjóri breska ríkisútvarpsins BBC, skýrði frá því á vef útvarpsins í gær, að Goodwin, sem er fimmtugur að aldri, fái 650 þúsund pund á ári í eftirlaun það sem hann á eftir ólifað. Það jafngildir rúmum 105 milljónum króna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK