Marel segir upp 15 starfsmönnum

Mar­el sagði í dag upp fimmtán starfs­mönn­um í fram­leiðslu­deild fyr­ir­tæk­is­ins í Garðabæn­um til þess að laga sig að breytt­um aðstæðum. 

„Miðað við fram­leiðslu­getu í sam­stæðunni al­mennt þá höf­um við verið að hagræða og það eru ýmis óvissu­merki. Þetta er fyrst og fremst var­rúðarráðstöf­un til þess að mæta minnk­andi eft­ir­spurn og breytt­um aðstæðum,“ seg­ir Sig­steinn Grét­ars­son, for­stjóri Mar­el ehf. dótt­ur­fé­lags Mar­els Food Systems hf.

Að sögn Sig­steins var um að ræða iðnaðar­menn og starfs­menn í sam­setn­ingu. Starfs­menn­irn­ir eru all­ir á þriggja mánaða upp­sagn­ar­fresti og lík­lega verða ein­hverj­ir þeirra ráðnir til baka. 

Mar­el er eitt af leiðandi fyr­ir­tækj­um á sínu sviði í heim­in­um en í Mar­el sam­stæðunni starfa um 4.000 starfs­menn. 

Að sögn Sig­steins eru frek­ari upp­sagn­ir ekki á döf­inni. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK