Marel segir upp 15 starfsmönnum

Marel sagði í dag upp fimmtán starfsmönnum í framleiðsludeild fyrirtækisins í Garðabænum til þess að laga sig að breyttum aðstæðum. 

„Miðað við framleiðslugetu í samstæðunni almennt þá höfum við verið að hagræða og það eru ýmis óvissumerki. Þetta er fyrst og fremst varrúðarráðstöfun til þess að mæta minnkandi eftirspurn og breyttum aðstæðum,“ segir Sigsteinn Grétarsson, forstjóri Marel ehf. dótturfélags Marels Food Systems hf.

Að sögn Sigsteins var um að ræða iðnaðarmenn og starfsmenn í samsetningu. Starfsmennirnir eru allir á þriggja mánaða uppsagnarfresti og líklega verða einhverjir þeirra ráðnir til baka. 

Marel er eitt af leiðandi fyrirtækjum á sínu sviði í heiminum en í Marel samstæðunni starfa um 4.000 starfsmenn. 

Að sögn Sigsteins eru frekari uppsagnir ekki á döfinni. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK