200 milljarða útgjöld vegna bankahrunsins

Tekjur ríkissjóðs á árinu 2008 námu 445 milljörðum króna og útgjöld 644 milljörðum en 452 milljörðum ef horft er framhjá greiðslu vegna veðlána Seðlabanka Íslands. Halli á reglulegum rekstri ríkissjóðs nam því um 7 milljarðar árinu 2008 en 200 milljarðar ef tekið er tillit til útgjalda vegna bankahrunsins.

Þetta kemur fram í hagvísum Seðlabankans fyrir febrúar. Þar kemur fram, að útgjöld ríkissjóðs jukust um 8,5% milli ára að raungildi eða um 36 milljarða. Þar af jukust útgjöld vegna atvinnumála um 14% og velferðarmála um 12%. Tekjur ríkissjóðs drógust saman um 13% að raunvirði á sama tíma eða um 65 milljarða. Mestu munaði um minni tekjur af neyslusköttum (-16%) og tekjuskatti einstaklinga og lögaðila (-13%).

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK