Hulda Dóra Styrmisdóttir skrifstofustjóri á velferðarsviði Reykjavíkurborgar er nýr stjórnarformaður Kaupþings. Eingöngu konur eru nú í stjórn bankans og er Kaupþing er fyrsti bankinn hér á landi þar sem svo er háttað.
Hulda Dóra starfaði m.a. sem framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka á árunum 2001-2004. Þá hefur hún sinnt stjórnendaráðgjöf og kennslu. Hulda Dóra er hagfræðimenntuð frá Bandaríkjunum, hefur MBA gráðu frá Frakklandi og diplóma í klínískri vinnusálfræði frá sama landi.
Í stjórn Kaupþings eru auk Huldu Dóru, Auður Finnbogadóttir, Erna Bjarnadóttir, Helga Jónsdóttir og Drífa Sigfúsdóttir.
Gunnar Örn Kristjánsson, endurskoðandi, var á mánudag skipaður formaður stjórnar Kaupþings en hann sagði af sér á miðvikudag.