Brotthvarf Davíðs í WSJ

Brotthvarf Davíðs Oddssonar er til umfjöllunar í Wall Street Journal.
Brotthvarf Davíðs Oddssonar er til umfjöllunar í Wall Street Journal. mbl.is/Ómar

Wall Street Journal fjallar í dag um brotthvarf Davíðs Oddssonar úr Seðlabanka Íslands. Þar kemur fram að Davíð hafi ekki orðið við óskum nýrrar ríkisstjórnar um að stíga til hliðar og því hafi ný lög verið sett um bankann til að koma honum frá.

Í greininni kemur fram að margir kenni Davíð Oddssyni um að bankakerfið á Íslandi hrundi. Seðlabankinn hafi ekki getað sinnt hlutverki sínum sem lánveitandi til þrautavara og haldið of litlum gjaldeyrisvarasjóði.

Hrunið hafi veikt íslenska hagkerfið og skipt var um ríkisstjórn í janúar. Í framhaldinu hafi lögum um Seðlabankann verið breytt og Davíð komið frá, því ekki hafi verið hægt að reka hann.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK