Stjórn SPRON hefur ákveðið að stefna skuli að sameiningu dótturfélaga þess, Frjálsa Fjárfestingabankans og SPRON verðbréfa við móðurfélagið. Netbankinn verður áfram starfandi í óbreyttri mynd sem sjálfstætt dótturfélag.
Í tilkynningu frá SPRON segir, að sameiningarnar séu liður í þeim skipulagsbreytingum sem unnið hafi verið að, að undanförnu en markmið þeirra sé að SPRON verði betur í stakk búið til þess að mæta breyttu rekstrarumhverfi og ná fram þeirri hagræðingu sem nauðsynleg er við núverandi aðstæður.
Unnið verður að sameiningu félaganna á næstu vikum.