Eftirlaunamál hrella bresku ríkisstjórnina

Fred Goodwin og Brown.
Fred Goodwin og Brown.

Breska ríkisstjórnin er nú í hinni mestu klemmu yfir háum eftirlaunagreiðslum til fyrrverandi forstjóra Royal Bank of Scotland (RBS) og leitt til þess að Gordon Brown forsætisráðherra má sitja undir ásökunum um að hafa „sofið í vinnunni“.

Brown hefur hins vegar sagt að hann sé „bálreiður“ yfir „óréttlætanlegum og óásættanlegum“ eftirlaunagreiðslunum til handa  sir Fred Goodwin sem eru sagðar nema 700 þúsund punda (jafnvirði ríflega 112 milljónum króna) á ári svo lengi sem hann lifir. Brown hefur látið leita lögfræðilegrar ráðgjafar um frekari meðferð málsins.

Goodwin, aðalforstjóri RBS, sem er nú í 70% eigu ríkisins og tilkynnti í gær um mesta fyrirtækjatap í breskri sögu, hefur hafnað tilmælum ríkisstjórnarinnar að gefa af sjálfdáðum eftir hluta af eftirlaunapakkanum. Fullyrðir hann að Paul Myners, lávarður og aðstoðarfjármálaráðherra, hafi haft fulla vitneskju um fyrirkomulag eftirlaunagreiðslnanna og skerðing á þeim séu ekki heimilar.

Alistair Darling, fjármálaráðherra og yfirmaður Myners, skýrði þinginu frá því að ráðherrar hefðu ekki vitað um ríkulegar eftirlaunagreiðslurnar sem stjórn bankans samþykkti til handa Goodwin fyrr en í síðustu viku. Goodwin lét af störfum í október sl. þegar ríkisstjórnin varð að grípa inn í til að forða bankanum frá falli, og hann staðhæfir að ríkulegar ársgreiðslurnar hafi verið hluti af upphaflega starfslokasamningnum.

Mikið uppnám hefur orðið í breskum stjórnmálum og fjölmiðlum eftir að út spurðist um fjárhæðir eftirlaunasamningsins, og talsmaður íhaldsmanna í ríkisfjármálum, Georg Osborne,  hefur staðhæft að ríkisstjórnin hafi vitað af umfangi samningsins allan tímann og sé nú einungis að reyna að fela slóðina. „Gordon Brown og Alistair Darling eiga að gæta peninga skattborgaranna, þeir eiga að gæta hagsmuna bresku þjóðarinnar og voru sofandi í vinnunni,“ sagði hann í ITV sjónvarpinu fyrr í dag. „Vandaræðagangurinn fyrir ríkisstjórnina og fyrir Myners lárvarð, ráðherrann sem fer málið, er sá að þeir hafa vitað allan tíma um eftirlaunapakkann.“

Deilan hefur einnig varpað kastljósinu á þá stefnu Brown að skipa í ríkisstjórn ráðherra sem ekki sitja á þingi en eru sóttir í einkageirann, líkt og Myners, sem er reynslumikill kaupsýslumaður og fyrrum forstjóri úrvalsvísitölufyrirtækja á borð við Mark and Spencer. Hann var fenginn inn í ríkisstjórnin um það leyti sem lánakreppan brast á í október.

Ýmsir fréttaskýrendur haf látið að því liggja að fyrrum hálaunaforstjórar á borð við Myners hafi ekki tilfinningu fyrir því hversu eldfimt eftirlaunamál Goodwin gætu orðið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK