Svíar í kreppu

Fredrik Reinfeldt, forsætisráðherra Svíþjóðar, þarf að takast á við efnahagslægð.
Fredrik Reinfeldt, forsætisráðherra Svíþjóðar, þarf að takast á við efnahagslægð. AP

Niðursveiflan í Svíþjóð er mun alvarlegri en áður var haldið samkvæmt hagvísum sem birtir voru í morgun fyrir þróunina á síðasta ársfjórðungi 2008. Á vef Financial Times segir að umsvifin í efnahagslífinu hafi dregist saman um 10% á ársgrundvelli.

Samkvæmt tölum sænsku Hagstofunnar dróst landsframleiðsla saman um 2,4% milli ársfjórðunga 2007 og 2008. Jafngildir það 9,3% samdrætti á ársgrundvelli sem er meira en spár gerðu ráð fyrir. Þær spáðu fyrir um 6,5% samdrátt.

„Þjóðhagsreikningar sem birtir voru í dag staðfesta að sænska hagkerfið er á barmi hengiflugs,“ er haft eftir Nicola Mai, hagfræðings hjá JP Morgan. Tölurnar staðfesta að Svíþjóð er í miðju djúprar efnahagslægðar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK