Verður rukkað fyrir klósettferðir í háloftunum?

Til stendur að leggja innritunarborð Ryanair niður.
Til stendur að leggja innritunarborð Ryanair niður. Reuters

Talsvert uppnám hefur orðið á Írlandi og Bretlandseyjum eftir að Michael O'Leary, forstjóri írska lágjaldaflugfélagsins Ryanair sagði við breska ríkisútvarpið BBC í dag, að félagið væri að íhuga að setja lása á hurðar á salernum í flugvélum. Greiða þurfi 1 pund í sjálfsala til að opna dyrnar.

Bresku neytendasamtökin Which? sögðu m.a. ljóst, að félagið hugsaði fyrst um hagnaðinn og síðan um farþegana. Ef farþegar yrðu rukkaðir fyrir að fara á klósettið myndi það hugsanlega leiða til þess, að þeir keyptu minna af drykkjum um borð í vélunum á uppsprengdu verði - og þá kæmi vel á vondan.

Steven McNamara, upplýsingafulltrúi Ryanair, reyndi síðar að slá á öldurnar og sagði að þessari hugmynd yrði ekki hrint í framkvæmd í næstu framtíð.

„Verður af þessu á endanum? Ég veit það ekki. Þetta er eitt af því kemst í umræðuna vegna þess að Michael er að velta því fyrir sér."

Í síðustu viku staðfesti Ryanair að félagið áformaði að leggja niður innritunarborð á flugvöllum fyrir lok þessa árs til að reyna að drga úr rekstrarkostnaði.  

Ryanair áformar að bjóða flugmiða fyrir lágt grunnverð en innheimta sérstaklega fyrir ýmsa hluti, svo sem innritun á flugvöllum eða fyrir fleiri en eina tösku.   

Michael O'Leary forstjóri Ryanair.
Michael O'Leary forstjóri Ryanair. Reuters
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka