73 milljarða halli á rekstri OR

Orkuveita Reykjavíkur
Orkuveita Reykjavíkur mbl.is/ÞÖK

Halli á rekstri Orkuveitu Reykjavíkur á síðasta ári nam 73 milljörðum króna samanborið við 6,5 milljarða hagnað árið á undan. Aðalástæðan fyrir tapinu er reiknað gengistap vegna veikingar íslensku krónunnar, sem nemur 88,1 milljarði króna. Hagnaður fyrir fjármagnsliði, skatta og afskriftir nam 11,7 milljörðum og er sú niðurstaða sú besta í tíu ára sögu Orkuveitunnar.

Í tilkynningu frá Orkuveitu Reykjavíkur kemur fram, að gengishagnaður vegna styrkingar krónunnar á þessu ári nemi 26,4 milljörðum króna.

Fyrirtækið segir, að lausafjárstaðan sé  sterk og vaxandi tekjur í erlendri mynt geri því kleift að standa undir greiðslum vegna erlendrar lántöku þrátt fyrir gengissveiflur. Áfram sé unnið að stækkun Hellisheiðarvirkjunar  og  áformað að taka síðasta áfanga raforkuframleiðslu hennar í notkun á fyrsta ársfjórðungi 2011. Uppbygging annarra virkjana muni taka mið af aðgengi fyrirtækisins að lánsfé til fjárfestinga, þeim lánskjörum sem í boði verða og eftirspurn á markaði.

Heimasíða OR

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK