Síðastliðna 12 mánuði hefur fasteignaverð lækkað um tæplega 21% að raunvirði. Raunverð fasteignaverðs hefur einu sinni lækkað meira eða árið 1985 þegar raunverð lækkaði um 21% samkvæmt greiningu IFS.
„Til þess að fasteignamarkaður nái aftur jafnvægi er ljóst að veruleg lækkun þarf að verða á fasteignamarkaði,“ segir í riti IFS um fasteignamarkaðinn.