Fjárfestar frá Asíu að kaupa West Ham?

Breska blaðið Sunday Mirr­or seg­ir í dag að hóp­ur asískra fjár­festa séu í þann veg­inn að kaupa enska knatt­spyrnuliðið West Ham af Björgólfi Guðmunds­syni fyr­ir 90 millj­ón­ir punda, jafn­v­irði 14,5 millj­arða króna. Seg­ir blaðið að viðræður um viðskipt­in séu langt komn­ar og þeim kunni að ljúka í vik­unni.

Björgólf­ur keypti West Ham í nóv­em­ber árið 2006. Eft­ir að ís­lensku bank­arn­ir hrundu í októ­ber sl. hef­ur fé­lagið hins veg­ar verið til sölu. Hansa ehf., eign­ar­halds­fé­lag West Ham, fékk greiðslu­stöðvun í nóv­em­ber og sú greiðslu­stöðvun var í janú­ar fram­lengd til 6. mars. Lík­legt er talið að fé­lagið fari enn fram á fram­leng­ingu nú í vik­unni. 

Þegar greiðslu­stöðvun­ar­beiðnin var tek­in fyr­ir í Héraðsdómi Reykja­vík­ur kom fram, að Hansa hefði í nóv­em­ber talið markaðsvirði West Ham United hæg­lega geta numið 30 til 40 millj­örðum króna.

MP banki, sem er einn af lán­ar­drottn­um Hansa, mót­mælti því að greiðslu­stöðvun­in yrði fram­lengd. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka