62 milljarða dala tap

Maður tekur mynd af AIG turninum í Tókýó.
Maður tekur mynd af AIG turninum í Tókýó. Reuters

Banda­ríska trygg­inga- og fjár­mála­fyr­ir­tækið AIG tapaði 61,7 millj­örðum dala, jafn­v­irði nærri 7100 millj­arða króna, á fjórða árs­fjórðungi 2008. Er þetta mesta tap sem um get­ur hjá banda­rísku fyr­ir­tæki á ein­um árs­fjórðungi.

Alls tapaði AIG 99.3 millj­örðum dala á ár­inu öllu sam­an­borið við 6,2 millj­arða dala hagnað árið 2007.

Þess má geta að verg lands­fram­leiðsla á Íslandi er um það bil 1300 millj­arðar króna á ári. 

Í yf­ir­lýs­ingu frá AIG seg­ir, að afar slæm­ar aðstæður á markaði hafi haft áhrif á af­kom­una.

Í gær­kvöldi samþykkti Banda­ríkja­stjórn að leggja AIG til 30 millj­arða dala til viðbót­ar úr op­in­ber­um sjóðum en áður hef­ur fyr­ir­tækið fengið 150 millj­arða dala. Banda­ríski seðlabank­inn fær á móti hlut í tveim­ur alþjóðleg­um dótt­ur­fé­lög­um AIG. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK