62 milljarða dala tap

Maður tekur mynd af AIG turninum í Tókýó.
Maður tekur mynd af AIG turninum í Tókýó. Reuters

Bandaríska trygginga- og fjármálafyrirtækið AIG tapaði 61,7 milljörðum dala, jafnvirði nærri 7100 milljarða króna, á fjórða ársfjórðungi 2008. Er þetta mesta tap sem um getur hjá bandarísku fyrirtæki á einum ársfjórðungi.

Alls tapaði AIG 99.3 milljörðum dala á árinu öllu samanborið við 6,2 milljarða dala hagnað árið 2007.

Þess má geta að verg landsframleiðsla á Íslandi er um það bil 1300 milljarðar króna á ári. 

Í yfirlýsingu frá AIG segir, að afar slæmar aðstæður á markaði hafi haft áhrif á afkomuna.

Í gærkvöldi samþykkti Bandaríkjastjórn að leggja AIG til 30 milljarða dala til viðbótar úr opinberum sjóðum en áður hefur fyrirtækið fengið 150 milljarða dala. Bandaríski seðlabankinn fær á móti hlut í tveimur alþjóðlegum dótturfélögum AIG. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK