Ástæðulaust að bíða með afnám verðtryggingar

Steingrímur J. Sigfússon á Alþingi
Steingrímur J. Sigfússon á Alþingi Mbl.is/ Kristinn

Margir telja nauðsynlegt að afnema verðtryggingu á lánum. Fjármálaráðherrann, Steingrímur J. Sigfússon, sagði til að mynda á borgarafundi nýlega, að hann væri hlynntur því að afnema verðtrygginguna, en þó ekki við núverandi aðstæður. Fyrst þurfi að ná verðbólgunni niður.

Þegar verðbólgan hefur náðst á það stig sem er í nágrannalöndunum má segja að lítil ástæða sé til að afnema verðtrygginguna. Þá skiptir hún litlu máli, eins og sést á meðfylgjandi teikningu sem sýnir þróun verðtryggðs íbúðarláns þegar verðbólgan er í samræmi við verðbólgumarkmið Seðlabankans, þ.e. 2,5% á ári allan lánstímann.

Ef verðtrygging er afnumin munu vextir af langtímalánum hækka. Verðbótaþátturinn mun þá koma fram í vöxtunum. Þessi staðreynd hefur verið meðal helstu raka gegn því að afnema verðtrygginguna, því með hærri vöxtum hækkar greiðslubyrðin á fyrstu árum lánstímans.

Önnur rök gegn því að afnema verðtrygginguna eru þau, að þá yrði væntanlega erfiðara að fá langtímalán. Lánveitendur myndu að öllum líkindum verða tregir til að binda fé sitt til langs tíma. Lánveitingar myndu því væntanlega dragast saman ef verðtryggingin yrði afnumin.

Þessi rök eru ekki nærri því eins sterk í dag og þau voru fyrir nokkrum mánuðum, vegna þess hve mikið hefur dregið úr lánveitingum. Reyndar má segja að svo lítið sé um útlán, sérstaklega til langs tíma, að þau liggi að stórum hluta niðri, enda er húsnæðismarkaðurinn nánast í frosti. Því er næsta víst að heppilegt geti verið einmitt að afnema verðtrygginguna af nýjum lánum um þessar mundir, ef það er vilji til þess yfirhöfuð. Þar fyrir utan telja ýmsir að afnám verðtryggingarinnar myndi stuðla að lægri verðbólgu. Afstaða Finna til þessara mála á sjöunda áratug síðustu aldar bendir að minnsta kosti til þess.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka