Verð á hráolíu lækkaði um 10% undir lok viðskiptadags í New York í kvöld og er það rakið til frétta um gríðarleg vandræði fjármálafyrirtækja í Bandaríkjunum.
Olía, sem seld var í framvirkum samningum með afhendingu í apríl, lækkaði um 4,61 dal tunnan og kostaði 40,15 dali í lok viðskiptadagsins. Um tíma fór verðið undir 40 dali tunnan.