Ríkið styrki sparisjóðina

Gylfi Magnússon
Gylfi Magnússon

Sparisjóðir og smærri fjármálafyrirtæki eru mörg hver tæknilega gjaldþrota og starfa á undanþágu frá Fjármálaeftirlitinu og Seðlabankanum. Að sögn viðskiptaráðherra kemur til greina að ríkið leggi sparisjóðum til aukið eigið fé til að styrkja slæma stöðu þeirra, þetta kom fram í fréttum Ríkissjónvarpsins í kvöld.  

„Eitt af því sem þegar hefur verið samþykkt er möguleikinn á því að ríkið leggi sparisjóðum til aukið eigið fé og sá möguleiki er enn inni í stöðunni,“ segir Gylfi Magnússon, viðskiptaráðherra. Til verði að koma afskriftir skulda eða nýtt eiginfjárframlag. Gylfi vildi ekki gefa uppi um hvaða sparisjóði væri að ræða.

Hann sagði ekki ástæðu til að óttast nýtt hrun vegna smærri fyrirtækja, tekið verði öðruvísi á þeirra málum en stóru bankanna í haust enda vandi þeirra af smærri  og viðráðanlegri. Gylfi segir innistæður þeirra sem eiga í sparisjóðunum jafn tryggar og þeirra sem eigi í stóru bönkunum, ekki sé því ástæða til að hafa áhyggjur af því.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka