Afgangur á vöruskiptum í janúar

Álútflutningur frá álverinu í Reyðarfirði er orðinn umtalsverður.
Álútflutningur frá álverinu í Reyðarfirði er orðinn umtalsverður. Ljósmynd/Emil Þór

Samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofunnar  nam útflutningur í febrúar rúmum 32,3 milljörðum króna og innflutningur rúmum 26,4 milljörðum króna. Vöruskiptin í janúar, reiknuð á fob verðmæti, voru því hagstæð um 6 milljarða króna samkvæmt bráðabirgðatölum.

Hagstofan segir, að vísbendingar séu um minna verðmæti útflutts áls og minna verðmæti innflutts eldsneytis og hrá og rekstrarvara í febrúar 2009 miðað við janúar 2009.

Í janúar voru vöruskiptin hagstæð um 0,3 milljarða króna. Í febrúar á síðasta ári voru vöruskiptin óhagstæð um 12,5 milljarða króna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK