Afskrifuðu ekki tap

Hreiðar Már Sigurðsson.
Hreiðar Már Sigurðsson. Kristinn Ingvarsson

Stjórn Kaupþings fegraði stöðu bankans með því að afskrifa ekki tug milljarða tap vegna skuldabréfaviðskipta. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Kaupþing fjárfesti í skuldabréfum í gegnum breskt dótturfélag sitt, New Bond Street Asset Management, en í fréttum Stöðvar 2 sagði að fjárfestingarnar hefðu numið 8 milljörðum evra á þriðja ársfjórðungi ársins 2007.

Hluti af þessum fjárfestingum fór í svokölluð undirmálslán á bandarískum húsnæðismarkaði. Í frétt Stöðvar 2 kom fram að tugir milljarða hefðu verið fluttir inn í félagið Black Sunshine sem stofnað hafði verið í Lúxemborg. Í efnahagsreikningi félagsins kom fram að lánin hefðu ekki verið afskrifuð heldur staðið sem lán.

Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings, sagði að ekki hefði verið þörf á afskrift þar sem eigið fé Black Sunshine hefði verið nægt, auk þess sem skuldabréfin hefðu ekki verið í vanskilum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK