Afskrifuðu ekki tap

Hreiðar Már Sigurðsson.
Hreiðar Már Sigurðsson. Kristinn Ingvarsson

Stjórn Kaupþings fegraði stöðu bank­ans með því að af­skrifa ekki tug millj­arða tap vegna skulda­bréfaviðskipta. Þetta kom fram í frétt­um Stöðvar 2 í kvöld. Kaupþing fjár­festi í skulda­bréf­um í gegn­um breskt dótt­ur­fé­lag sitt, New Bond Street As­set Mana­gement, en í frétt­um Stöðvar 2 sagði að fjár­fest­ing­arn­ar hefðu numið 8 millj­örðum evra á þriðja árs­fjórðungi árs­ins 2007.

Hluti af þess­um fjár­fest­ing­um fór í svo­kölluð und­ir­máls­lán á banda­rísk­um hús­næðismarkaði. Í frétt Stöðvar 2 kom fram að tug­ir millj­arða hefðu verið flutt­ir inn í fé­lagið Black Suns­hine sem stofnað hafði verið í Lúx­em­borg. Í efna­hags­reikn­ingi fé­lags­ins kom fram að lán­in hefðu ekki verið af­skrifuð held­ur staðið sem lán.

Hreiðar Már Sig­urðsson, for­stjóri Kaupþings, sagði að ekki hefði verið þörf á af­skrift þar sem eigið fé Black Suns­hine hefði verið nægt, auk þess sem skulda­bréf­in hefðu ekki verið í van­skil­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK