Gengisvísitala krónunnar styrktist í dag um 0,84% og stendur gengisvísitalan í 188,30 stigum. Upphafsgildi vísitölunnar var 189,90 stig. Bandaríkjadalur stendur í 113 krónum en um áramót stóð dalurinn í tæplega 121 krónu. Pundið er 159,60 krónur en var um áramót rúmar 175 krónur. Danska krónan er 19,055 krónur en var um áramót tæpar 23 krónur og evran er í dag 142 krónur, samkvæmt upplýsingum frá gjaldeyrisborði Íslandsbanka. Um áramót stóð evran í tæpum 170 krónum samkvæmt vef Seðlabanka Íslands.