Bandaríkjadalur kominn niður í 113 krónur

Gengisvísitala krónunnar styrktist í dag um 0,84% og stendur gengisvísitalan í 188,30 stigum. Upphafsgildi vísitölunnar var 189,90 stig. Bandaríkjadalur stendur í 113 krónum en um áramót stóð dalurinn í tæplega 121 krónu. Pundið er 159,60 krónur en var um áramót rúmar 175 krónur. Danska krónan er 19,055 krónur en var um áramót tæpar 23 krónur og evran er í dag 142 krónur, samkvæmt upplýsingum frá gjaldeyrisborði Íslandsbanka. Um áramót stóð evran í tæpum 170 krónum samkvæmt vef Seðlabanka Íslands.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK