Hafa rætt við fimm hugsanlega kaupendur um West Ham

Enska knattspyrnufélagið West Ham, sem er í eigu Björgólfs Guðmundssonar, hefur að undanförnu rætt við fimm hugsanlega kaupendur, að sögn breska blaðsins Daily Telegraph. Hansa, eignarhaldsfélag West Ham, mun á föstudag óska eftir framlengingu á greiðslustöðvun, sem varað hefur frá því í nóvember.

Breska blaðið Daily Mirror fullyrti um helgina að samningar væru að takast við fjárfesta frá Asíu um kaup á félaginu en Telegraph segir, að Björgólfur meti það svo að ekki hafi komið viðunandi tilboð enn frá Asíumönnunum.

Hansa mun óska eftir 3 mánaða framlengingu á greiðslustöðvun. Eignarhald West Ham er nokkuð flókið en félögin West Ham United Holdings Ltd, og West Ham United plc. eru meðal eigna Hansa. West Ham United plc. er aðildarfélag ensku úrvalsdeildarinnar og það þýðir, að ekki er hægt að grípa til refsiaðgerða gegn félaginu þótt Hansa fái ekki greiðslustöðvun.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK