Sigurður Einarsson, fyrrum stjórnarformaður Kaupþings, hefur sagt sig úr stjórn norska tryggingafélagsins Storebrand. Sigurður var kjörinn í stjórnina í janúar 2008 eftir að Kaupþing varð einn stærsti einstaki hluthafinn í félaginu með um 20% hlut.
Sigurður sagði sig úr stjórn Kaupþings í október þegar íslenska fjármálaeftirlitið greip inn í stjórn bankans.
Exista, sem var stærsti hluthafi í Kaupþingi, átti einnig hlut í Storebrand en seldi hann í október til tryggingafélagsins Gjensidia, sem nú er stærsti hluthafi í Storebrand. Kaupþing á enn 5,5% hlut og er næststærsti hluthafinn í Storebrand.