Aðild ekki valkostur heldur nauðsyn

Þórður Magnússon, stjórnarformaður Eyrir Invest, sagði á Iðnþingi í dag að aðild Íslands að Evrópusambandinu væri ekki valkostur heldur brýn nauðsyn.

„Aðkoma Alþjóðagjaldeyrissjóðsins að stjórn efnahagsmála á Íslandi hafi aukið traust á okkur en það sama myndi gerast með aðildarumsókn okkar að Evrópusambandinu. Við eigum mikið undir því að öðlast traust á alþjóðavettvangi,“ sagði Þórður og bætti við óbreytt ástand gengi ekki til lengdar: „Án aðildar munu fyrirtækin okkar ekki geta vaxið nema flytja höfuðstöðvar til útlanda. Einhliða upptaka evru er heldur ekki valkostur.“

Þórður lagði þunga áherslu á að bætt lífskjör þjóðarinnar héldist í hendur við árangur okkar í alþjóðavæðingu og frekari útflutning. „Mælikvarði á árangur er aukning útflutningsverðmæta fremur en vöxtur í landsframleiðslu. Það eykur getu okkar að til að greiða niður erlendar skuldir og auka velmegun,“ sagði Þórður.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka