Kaupþingsmenn flýja

Þorlákur Runólfsson, forstöðumaður einkabankaþjónustu hjá Nýja Kaupþingi, sagði starfi sínu lausu í gær. Fimm lykilstarfsmenn sögðu störfum sínum lausum á mánudaginn. Þorlákur gegndi lykilhlutverki í uppbyggingu á einkabankaþjónustu Kaupþings á sínum tíma.

Nítján hafa hætt

Frosti Reyr Rúnarsson, forstöðumaður verðbréfamiðlunar og Hannes Frímann Hrólfsson, aðstoðarframkvæmdastjóri fjárstýringar- og markaðsviðskipta, sögðu störfum sínu lausum á mánudaginn auk þeirra dr. Birgis Arnar Arnarsonar, dr. Óskars Haraldssonar og dr. Hrafnkells Kárasonar, sem voru starfsmenn áhættustýringar. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins er þessari uppsagnahrinu að öllum líkindum ekki lokið.

Uppsagnir tengjast ekki innbyrðis en starfsmenn áhættustýringar tóku ákvörðun um starfslok í sameiningu.

Nítján framkvæmdastjórar hafa látið af störfum hjá bankanum frá bankahruninu. Aðspurður segir Finnur Sveinbjörnsson að ekki sé hægt að tala um fjöldaflótta hjá bankanum þegar sex af rúmlega níu hundruð starfsmönnum segja starfi sínu lausu, en segist sjá eftir starfsmönnum. „Þetta eru öflugir menn, engin spurning,“ segir hann. Hann segist skilja uppsagnir að ákveðnu leyti, sérstaklega varðandi markaðsviðskipti þar sem mikil ládeyða virðist einkenna hlutabréfa- og afleiðuviðskipti. Við breytingu úr alþjóðlegum banka í hreinræktaðan íslenskan banka hafi áhættustýringin jafnframt gjörbreyst.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK