Stýrivextir lækka í Danmörku um 0,75 prósentur

Seðlabanki Danmerkur lækkaði stýrivexti sína um 0,75 prósentur í dag í 2,25% í kjölfar ákvörðunar Seðlabanka Evrópu um að lækka stýrivexti í 1,5%. Danir eru ekki aðilar að myntbandalagi Evrópu en danskka krónan er tengd við evruna og fylgir danski seðlabankinn því yfirleitt í fótspor þess evrópska á vaxtaákvörðunardögum. Englandsbanki lækkaði einnig stýrivexti sína í dag, í 0,5%. Næsti vaxtaákvörðunardagur Seðlabanka Íslands er þann 19. mars nk. en stýrivextir eru nú 18% á Íslandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK