Engar breytingar hafa orðið á gengi krónunnar það sem af er degi og stendur gengisvísitalan í 188,30 stigum líkt og í gær. Gengi Bandaríkjadals hefur lækkað og er nú 112,23 krónur en það skýrist af því að dalurinn hefur gefið eftir gagnvart helstu gjaldmiðlum í nótt. Pundið er 159,70 krónur, evran er 142,40 krónur og danska krónan er 19,11 krónur, samkvæmt upplýsingum frá gjaldeyrisborði Íslandsbanka.