Evrópski seðlabankinn tapaði á íslensku bönkunum

Jean-Claude Trichet á blaðamannafundi í Frankfurt í gær.
Jean-Claude Trichet á blaðamannafundi í Frankfurt í gær. Reuters

Seðlabanki Evr­ópu og seðlabank­ar ríkja á evru­svæðinu töpuðu 10,3 millj­örðum evra, jafn­v­irði 1165 millj­örðum króna vegna fimm banka sem féllu á síðasta ári. Þetta voru ís­lensku bank­arn­ir þrír, Lehm­an Brot­h­ers í Banda­ríkj­un­um og hol­lensku bank­inn Indo­ver NL.

Þetta kom fram á blaðamanna­fundi Jean-Clau­de Trichet, seðlabanka­stjóra Evr­ópu, í gær þegar hann gerði grein fyr­ir stýri­vaxta­lækk­un bank­ans.

Bank­arn­ir fimm fengu fé að láni hjá seðlabank­an­um í hefðbundn­um end­ur­hverf­um viðskipt­um en hafa ekki getað greitt lán­in til baka. Bank­arn­ir lögðu fram veð fyr­ir lán­un­um, aðallega eigna­tryggð skulda­bréf, sem hafa tak­markað verðgildi í nú­ver­andi markaðsum­hverfi. 

Ekki er búið að af­skrifa féð en fari svo að þess þurfi hef­ur seðlabank­inn ákveðið að upp­hæðin deil­ist á alla evru­svæðis­bank­ana eft­ir stærð. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK